Sólveig Bjarney Daníelsdóttir

Miðflokkurinn í Reykjavík kynnir Sólveigu Bjarneyju Daníelsdóttur sem skipar 4. sæti listans í Reykjavík:

Sólveig Bjarney Daníelsdóttir er fædd í september árið 1974 í Reykjavík og ólst hún þar upp, nánar tiltekið í Hlíðarhverfinu. Sólveig lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1995 og sjúkraliðaprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1996. Sólveig kláraði svo hjúkrunarfræði fráHáskólanum á Akureyri árið 2004, Diplómapróf í hjúkrunarstjórnun frá Háskóla Íslands 2007 og Meistarpróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2011. Frá árinu1995 hefur Sólveig unnið nánast eingöngu á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi. Sólveig hefur mörg áhugamál og má þar helst nefna pílukast, en hún hefur unnið til fjölda verðlauna á því sviði. Jafnframt hefur hún mikin áhuga á félagsstörfum en hún er í stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga og hefur tekið þátt í hinum ýmsu umbótarstörfum í tengslum við störf sín á spítalanum.
Sólveig er einstæð móðir og á þrjú yndisleg börn, Karen Ósk 16 ára, Kristófer Óla13 ára og Birnu Sól 8 ára. Í dag starfar Sólveig sem geðhjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku geðsviðs og á Bráðageðdeild.