Viðar Freyr Guðmundsson

Miðflokkurinn í Reykjavík kynnir Viðar Freyr Guðmundsson sem skipar 6. sæti lista flokksins í Reykjavík.

Viðar Freyr er fæddur í janúar árið 1980 á Akureyri en ólst upp í Vesturbænum og á Sauðárkróki um tíma. Viðar nam rafvirkjun við Verkmenntaskólann á Akureyri og rafeindavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Þá lauk Viðar einnig diplómaprófi hljóðtæknimeistara í School of Audio Engineering í London. Viðar hefur lengi haft áhuga á samfélagslegum málefnum og hlaut m.a Mannréttindaviðurkenningu Siðmenntar árið 2012 fyrir gerð heimildarmyndarinnar ´´ Allt um einelti´´.Þá hefur hann vakið athygli að undanförnu fyrir skrif sín og rannsóknir á umferðar- og skipulagsmálum. Viðar er í sambúð með Guðrúnu Helgadóttir sem starfar við ferðaþjónustu og eiga þau tvö börn. Viðar starfar sem rafeindavirki hjá Öryggismiðstöðinni.