Fræðslufundir MFR – Kolefnisbinding í skógi

Fræðslufundir Miðflokksfélagsins í Reykjavík kynna:

Kolefnisbinding í skógi.                      

Gestur fundarins er: Edda S. Oddsdóttir frá Skógræktinni, sviðsstjóri rannsóknasviðs, Mógilsá.

Skógar eru eitt stærsta kolefnisforðabúr jarðar. Mikil tækifæri liggja í að binda kolefni með skógrækt. Við úr skógum má líka nýta til alls kyns framleiðslu í stað jarðefnaeldsneytis til að auka jákvæð loftslagsáhrif skóga mikið. Skógar og kjarr þekja nú aðeins um 2% af flatarmáli Íslands og hér er því einstakt tækifæri að rækta skóg til að binda kolefni. 

Alaskaösp getur vaxið vel á Íslandi og er öflug tegund til að binda kolefni.  Mynd: Edda S. Oddsdóttir

Fundurinn verður haldinn Laugardaginn 17. Nóvember kl. 11:00. Svarta húsinu við Lækjartorg.

Fræðslufundir Miðflokksfélagsins í Reykjavík

Miðflokksfélagið í Reykjavík stendur í vetur fyrir röð fræðslufunda. Við reynum að fá til okkar sérfróða og skemmtilega gesti til að tala um hvað sem brennur á borgarbúum. Fundirnir verða þriðja hvern laugardag í félagsheimili Miðflokksins Hafnarstræti 18 á 2. Hæð. Gengið er inn frá Lækjartorgi.

Allir velkomnir!

Hér má sjá hvar Miðflokkurinn er til húsa:

STEFNA MIÐFLOKKSINS Í REYKJAVÍK

Miðflokkurinn ætlar að taka til í borginni

 

FJÁRMÁL

SKÓLAMÁL

VELFERÐARMÁL

SKIPULAGSMÁL

SAMGÖNGUMÁL

 

FJÁRMÁL

Traust fjármálastjórnun er forsenda góðrar þjónustu við borgarbúa.

 

 • Miðflokkurinn ætlar að endurskoða rekstrarumhverfi borgarinnar, skilgreina hvert lögbundið hlutverk Reykjavíkurborgar er og forgangsraða fjármagni í grunnstoðir.
 • Miðflokkurinn ætlar að innleiða ráðningar-stopp í stjórnsýslu borgarinnar.
 • Miðflokkurinn ætlar að besta vöru- og þjónustu innkaup Reykjavíkur með því að taka upp nýja verkferla í innkaupum með verkfærum sem veita yfirsýn, gagnsæi og greiningarhæfni.
 • Miðflokkurinn ætlar að draga úr utanlandsferðum á vegum borgarinnar og herða eftirlit með þeim svo ekki verði farið nema nauðsyn beri til.
 • Miðflokkurinn ætlar með þessum aðgerðum að lækka útsvar á seinni hluta kjörtímabilsins án skerðingar á grunnþjónustu.

 

SKÓLAMÁL

Reykjavík sem höfuðborg á að vera leiðandi í rekstri grunn- og leikskóla og setja ríkar kröfur um gæði þeirra skóla sem sveitarfélagið á og rekur.

 • Miðflokkurinn ætlar að setja nemandann í fyrsta sæti og veita þeim sem þurfa einstaklingsmiðað nám.
 • Miðflokkurinn ætlar að auka á sjálfstæði grunnskólanna og draga úr miðstýringu.
 • Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja algjörlega menntastefnu Reykjavíkurborgar með tilliti til reynslu undanfarinna ára. Áhersla skal lögð á kennslu í lestri, íslensku og reikningi.
 • Miðflokkurinn ætlar að auka vægi verklegra greina, listgreina og íþrótta.
 • Miðflokkurinn ætlar að hafa gjaldfrjálsa grunnskóla hvað varðar námsgögn og hádegismat.
 • Miðflokkurinn ætlar að efla Vinnuskóla Reykjavíkur með fjölbreyttu og auknu starfsvali.
 • Miðflokkurinn ætlar að efla úrræði fyrir ungt fólk með sérþarfir.
 • Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja starfsemi leikskólanna.

 

Við lærum ekki fyrir skólann við lærum fyrir lífið!

 

VELFERÐARMÁL

Miðflokkurinn viðurkennir aukið vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra og ætlar að beita sér í baráttunni gegn þessu þjóðfélagsmeini.

 • Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg óski eftir samstarfi við SÁÁ og aðra fagaðila í samráði við ríkið og önnur sveitarfélög.
 • Miðflokkurinn ætlar að koma á fót virkniúrræði fyrir einstaklinga sem eru að koma inn í samfélagið á nýjan leik að lokinni meðferð eða betrunarvist.
 • Miðflokkurinn ætlar að gera skólastjórnendur ábyrga fyrir að leysa úr eineltismálum í skólum borgarinnar.
 • Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir varanlegri lausn í málefnum heimilislausra og útigangsfólks í samstarfi við fagaðila og félagasamtök.
 • Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að í Reykjavík verði veitt vönduð geðheilbrigðisþjónusta þar sem einstaklingurinn er hafður í öndvegi. Áhersla verður lögð á forvarnir, fræðslu, snemmtæka íhlutun og eftirfylgd á öllum stigum skólakerfis.
 • Miðflokkurinn ætlar að efla Félagsbústaðakerfið.
 • Miðflokkurinn ætlar að efla þjónustu geðhjúkrunarfræðinga og/eða sálfræðinga í grunn- og framhaldsskólum. Mikilvægt að börn viti að geðsjúkdómar er ekki tabú og það er í lagi að ræða þá.
 • Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir fjölgun úrræða fyrir börn og unglinga sem eru háð vímuefnum, og efla í leiðinni fjölskyldumeðferð í tengslum við þessa þætti.
 • Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að Barnavernd verði færð aftur út í þjónustumiðstöðvar til að auka nánd við íbúa og samvinnu við yfirvöld í hverfunum.
 • Miðflokkurinn vill taka upp að nýju forvarnarstarf lögreglunnar í leik- og grunnskólum borgarinnar.

 

SKIPULAGSMÁL

Miðflokkurinn leggur áherslu á að skipulagsmál eru í höndum borgarinnar og þau ber að endurskoða lögum samkvæmt að loknum sveitarstjórnarkosningum.

 • Miðflokkurinn ætlar að skipuleggja Keldur fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús og fjölbreytta íbúðabyggð.
 • Miðflokkurinn ætlar að hverfa frá núverandi þéttingarstefnu og leggja áherslu á uppbyggingu nýrra hverfa, eins og stækkun Úlfarsárdals og Kjalarness með hagkvæmt húsnæðisverð að leiðarljósi.
 • Miðflokkurinn ætlar að fjölga íbúðaúrræðum fyrir aldraða ásamt dvalar- og hjúkrunarheimilum á svæðum eins og við Stekkjarbakka, Mjódd og Keldur. Auðvelda skal þessum aldurshópi að búa sem lengst heima með tilheyrandi þjónustu.
 • Miðflokkurinn ætlar að haga borgarskipulagi með þeim hætti að fjölmennir vinnustaðir séu dreifðir sem víðast um borgina til að umferð liggi ekki öll í sömu átt á álagstímum.

 

SAMGÖNGUMÁL

 

 • Miðflokkurinn ætlar að afnema gjaldtöku í Ferðaþjónustu fatlaðra og fara í allsherjar endurskipulagningu á þjónustunni.
 • Miðflokkurinn ætlar að veita öllum með lögheimili í Reykjavík frítt í Strætó til að auka hlutdeild almenningssamgangna í heildarferðum borgarbúa.
 • Miðflokkurinn ætlar að efla almenningssamgöngur og biðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu en hafnar núverandi áformum um Borgarlínu.
 • Miðflokkurinn ætlar að leysa almennan flæðisvanda umferðar í borginni með bestun umferðarljósa, fjölgun hringtorga og/eða mislægra gatnamóta.
 • Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á lagningu Sundabrautar um Sundagöng.
 • Miðflokkurinn ætlar að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri með tilheyrandi uppbyggingu samgöngumiðstöðvar og atvinnurekstri tengdum flugi.
 • Miðflokkurinn ætlar að styðja við áform Faxaflóahafna um áframhaldandi uppbyggingu til framtíðar.
 • Miðflokkurinn ætlar að sjá til þess að borgin og götur hennar verði markvisst og reglulega þrifin. Götum, gangstéttum og stígum haldið við.
 • Miðflokkurinn mun beita sér fyrir að fjölskylduvænar samgöngur og öryggi vegfarenda verði sett í öndvegi.

 

Greinagerð með áherslupunktum:

 1. Ferðaþjónusta fatlaðra þarf að fara í algjöra yfirhalningu og jafnvel snúið aftur til þess skipulags sem var áður en Strætó Bs. tók yfir þjónustuna. Ljóst er að kerfið sem nú er notað fyrir Ferðaþjónustu Fatlaðra er óskilvirkt, klúðurslegt og ýtir undir að alvarleg  mistök séu gerð. Enda ríkir mikil óánægja með þetta kerfi bæði meðal bílstjóra og þeirra sem nota kerfið.
 2. Almenningssamgöngur: Miðflokkurinn vill fresta áætlun sem nefnd hefur verið Borgarlína. Borgarlínan mun ekki leysa fjölda vandamála sem nú er brýn þörf á að leysa í samgöngumálum svo sem umferðarhnúta og slysagildrur. Þess vegna þarf Borgarlínan að fara aftar í forgangsröðina meðan mikilvæg mál eru leyst. Vert er að minna á að Borgarlínan mun ganga eftir sömu götunum eins og önnur umferð. Þess vegna er lykillinn að því að Borgarlínan verði að veruleika að gatnakerfið sé gert sem skilvirkast.
  Fyrsta verk Miðflokksins á höfuðborgarsvæðinu verður að segja upp Samningi SSH og Vegagerðarinnar frá 7. Maí 2012 um „tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna gegn frestun stórra framkvæmda við vegamannvirki á höfuðborgarsvæðinu“.  Þess í stað verði reynt að bæta upp fyrir þann tíma og tjón sem hefur hlotist af framkvæmdastöðvun í samgangnakerfi borgarinnar. Miðflokkurinn vill vinna áfram með að bæta strætósamgöngur með sérakreinum fyrir strætó þar sem því verður við komið. Sérakrein/forgangsrein fyrir strætó, hópferðabíla, leigubíla og sjúkrabifreiðar ætti að vera óslitin eftir helstu stofnæðum borgarinnar. Miðflokkurinn vill bæta strætóskýli fyrir ALLA borgina og búa um þau með upplýsingaskiltum sem sýna hversu löng bið sé eftir næstu vögnum. Enda sýna rannsóknir að fyrirsjáanleiki sé einn stærsti þátturinn í að auka notkun almenningssamgangna.
 3. Umferðarflæði: Klára þarf að tengja kerfi sem sett var upp 2008 fyrir miðlæga umferðar-ljósastýringu við restina af ljósastýrðum gatnamótum í Reykjavík. En svo virðist sem borgarstjórn hafi yfirgefið verkefnið fyrir löngu og er þetta verk ekki nema hálf-klárað. Enda þegar verkefnið var kynnt var gert ráð fyrir að þessi miðlæga stýring myndi skila sér í allt að 10% styttri aksturstíma og að sparnaður bíleigenda geti þar með orðið 1400 milljónir króna á ári. Stefna borgarinnar til lengri tíma ætti að vera að fækka verulega ljósastýrðum gatnamótum eða jafnvel útrýma þeim. Þar með talin gangbrautarljós. Þar sem ljósastýrð gatnamót hafa sýnt sig bæði í innlendum og erlendum rannsóknum að eru hættulegustu gatnamótin ásamt því að valda meiri töfum en t.d. nútímalega hönnuð hringtorg eða mislæg gatnamót. Einhverjum gatnamótum mætti jafnvel sleppa alveg, þar sem þau eru stutt frá öðrum gatnamótum sem gætu tekið yfir hlutverk þeirra. Þetta gæti flýtt fyrir umferð á álagstímum.  

 

Nútíma Hollensk hringtorg – Séð frá sjónarhorni hjólreiðamannsins

202ee5e3a1a9a25c0cb8edf208a56538

Hringtorg eru mikið öruggari og skilvirkari kostur fyrir gatnamót í þéttbýli sem og dreifbýli. Ekki síst fyrir hjólandi og gangandi. Þetta hafa Hollendingar reynslu af. Og nú eru þeir búnir að finna upp nýja tegund af tveggja-akreina hringtorgum, sem eru nærri jafn örugg eins og þessi með einni akrein.

Á Íslandi er reynslan misjöfn af hringtorgum. Því hér eru bæði gamaldags hringtorg í bland við nútímaleg. Þessi gömlu, sérstaklega þau sem eru tveggja akreina, er hægt að bæta með því að horfa til reynslu Hollendinga.

Hringtorg fækka slysum á fólki um 75% og banaslysum um 90%. Að auki fækkar árekstrum um 37%. Alvarleg slys, háhraða slys, nánast þurrkast út. Og flæði gegnum hringtorg er talið vera kringum 40% meira en á samskonar gatnamótum. Þetta er marg rannsakað. Enda setja Holleningar nú niður hringtorg eins og þeir eigi lífið að leysa. Í Ameríku eru menn líka farnir að kveikja á perunni og eru mörg ríki farin að koma með sínar eigin hönnunarleiðbeiningar, sem taka líka mið af Hollenskri reynslu.


Myndbandið er fengið að láni með góðfúslegu leyfi frá: Bicycle Dutch. EN maður sá er hjólreiðamaður í Hollandi, eins og nafnið gefur til kynna. Hér er hans ágæta heimasíða: https://bicycledutch.wordpress.com/
Hér má líta upprunalega myndbandið (á ensku): https://youtu.be/41XBzAOmmIU