Stefnan

Leif_Erikson_(2753572880).png

Miðflokkurinn ætlar að taka til í borginni

 

FJÁRMÁL

SKÓLAMÁL

VELFERÐARMÁL

SKIPULAGSMÁL

SAMGÖNGUMÁL

 

Fjármál

FJÁRMÁL Traust fjármálastjórnun er forsenda góðrar þjónustu við borgarbúa.   Miðflokkurinn ætlar að endurskoða rekstrarumhverfi borgarinnar, skilgreina hvert lögbundið hlutverk Reykjavíkurborgar er og forgangsraða fjármagni í grunnstoðir. Miðflokkurinn ætlar að innleiða ráðningar-stopp í stjórnsýslu borgarinnar. Miðflokkurinn ætlar að besta vöru- og þjónustu innkaup Reykjavíkur með því að taka upp nýja verkferla í innkaupum með verkfærum … Continue reading Fjármál

Skólamál

Reykjavík sem höfuðborg á að vera leiðandi í rekstri grunn- og leikskóla og setja ríkar kröfur um gæði þeirra skóla sem sveitarfélagið á og rekur. Miðflokkurinn ætlar að setja nemandann í fyrsta sæti og veita þeim sem þurfa einstaklingsmiðað nám. Miðflokkurinn ætlar að auka á sjálfstæði grunnskólanna og draga úr miðstýringu. Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja … Continue reading Skólamál

Velferðarmál

Miðflokkurinn viðurkennir aukið vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra og ætlar að beita sér í baráttunni gegn þessu þjóðfélagsmeini. Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg óski eftir samstarfi við SÁÁ og aðra fagaðila í samráði við ríkið og önnur sveitarfélög. Miðflokkurinn ætlar að koma á fót virkniúrræði fyrir einstaklinga sem eru að … Continue reading Velferðarmál

Skipulagsmál

Miðflokkurinn leggur áherslu á að skipulagsmál eru í höndum borgarinnar og þau ber að endurskoða lögum samkvæmt að loknum sveitarstjórnarkosningum. Miðflokkurinn ætlar að skipuleggja Keldur fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús og fjölbreytta íbúðabyggð. Miðflokkurinn ætlar að hverfa frá núverandi þéttingarstefnu og leggja áherslu á uppbyggingu nýrra hverfa, eins og stækkun Úlfarsárdals og Kjalarness með hagkvæmt húsnæðisverð að … Continue reading Skipulagsmál

Samgöngumál

Miðflokkurinn ætlar að afnema gjaldtöku í Ferðaþjónustu fatlaðra og fara í allsherjar endurskipulagningu á þjónustunni. Miðflokkurinn ætlar að veita öllum með lögheimili í Reykjavík frítt í Strætó til að auka hlutdeild almenningssamgangna í heildarferðum borgarbúa. Miðflokkurinn ætlar að efla almenningssamgöngur og biðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu en hafnar núverandi áformum um Borgarlínu. Miðflokkurinn ætlar að leysa almennan … Continue reading Samgöngumál