Fjármál

This slideshow requires JavaScript.

FJÁRMÁL

Traust fjármálastjórnun er forsenda góðrar þjónustu við borgarbúa.

 

  • Miðflokkurinn ætlar að endurskoða rekstrarumhverfi borgarinnar, skilgreina hvert lögbundið hlutverk Reykjavíkurborgar er og forgangsraða fjármagni í grunnstoðir.
  • Miðflokkurinn ætlar að innleiða ráðningar-stopp í stjórnsýslu borgarinnar.
  • Miðflokkurinn ætlar að besta vöru- og þjónustu innkaup Reykjavíkur með því að taka upp nýja verkferla í innkaupum með verkfærum sem veita yfirsýn, gagnsæi og greiningarhæfni.
  • Miðflokkurinn ætlar að draga úr utanlandsferðum á vegum borgarinnar og herða eftirlit með þeim svo ekki verði farið nema nauðsyn beri til.
  • Miðflokkurinn ætlar með þessum aðgerðum að lækka útsvar á seinni hluta kjörtímabilsins án skerðingar á grunnþjónustu.