Skipulagsmál

This slideshow requires JavaScript.

This slideshow requires JavaScript.

Miðflokkurinn leggur áherslu á að skipulagsmál eru í höndum borgarinnar og þau ber að endurskoða lögum samkvæmt að loknum sveitarstjórnarkosningum.

  • Miðflokkurinn ætlar að skipuleggja Keldur fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús og fjölbreytta íbúðabyggð.
  • Miðflokkurinn ætlar að hverfa frá núverandi þéttingarstefnu og leggja áherslu á uppbyggingu nýrra hverfa, eins og stækkun Úlfarsárdals og Kjalarness með hagkvæmt húsnæðisverð að leiðarljósi.
  • Miðflokkurinn ætlar að fjölga íbúðaúrræðum fyrir aldraða ásamt dvalar- og hjúkrunarheimilum á svæðum eins og við Stekkjarbakka, Mjódd og Keldur. Auðvelda skal þessum aldurshópi að búa sem lengst heima með tilheyrandi þjónustu.
  • Miðflokkurinn ætlar að haga borgarskipulagi með þeim hætti að fjölmennir vinnustaðir séu dreifðir sem víðast um borgina til að umferð liggi ekki öll í sömu átt á álagstímum.