Velferðarmál

This slideshow requires JavaScript.

This slideshow requires JavaScript.

Miðflokkurinn viðurkennir aukið vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra og ætlar að beita sér í baráttunni gegn þessu þjóðfélagsmeini.

  • Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg óski eftir samstarfi við SÁÁ og aðra fagaðila í samráði við ríkið og önnur sveitarfélög.
  • Miðflokkurinn ætlar að koma á fót virkniúrræði fyrir einstaklinga sem eru að koma inn í samfélagið á nýjan leik að lokinni meðferð eða betrunarvist.
  • Miðflokkurinn ætlar að gera skólastjórnendur ábyrga fyrir að leysa úr eineltismálum í skólum borgarinnar.
  • Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir varanlegri lausn í málefnum heimilislausra og útigangsfólks í samstarfi við fagaðila og félagasamtök.
  • Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að í Reykjavík verði veitt vönduð geðheilbrigðisþjónusta þar sem einstaklingurinn er hafður í öndvegi. Áhersla verður lögð á forvarnir, fræðslu, snemmtæka íhlutun og eftirfylgd á öllum stigum skólakerfis.
  • Miðflokkurinn ætlar að efla Félagsbústaðakerfið.
  • Miðflokkurinn ætlar að efla þjónustu geðhjúkrunarfræðinga og/eða sálfræðinga í grunn- og framhaldsskólum. Mikilvægt að börn viti að geðsjúkdómar er ekki tabú og það er í lagi að ræða þá.
  • Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir fjölgun úrræða fyrir börn og unglinga sem eru háð vímuefnum, og efla í leiðinni fjölskyldumeðferð í tengslum við þessa þætti.
  • Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að Barnavernd verði færð aftur út í þjónustumiðstöðvar til að auka nánd við íbúa og samvinnu við yfirvöld í hverfunum.
  • Miðflokkurinn vill taka upp að nýju forvarnarstarf lögreglunnar í leik- og grunnskólum borgarinnar.