Miðflokkurinn í Reykjavík kynnir Jón Hjaltalín Magnússon sem skipar 5.sæti á lista flokksins í Reykjavík

Jón Hjaltalín Magnússon er fæddur 2. apríl 1948 og er
verkfræðingur frá Tækniháskólanum í Lundi, Svíþjóð. Jón er stofnandi og forstjóri eigin tæknifyrirtækja; JHM MetalTech ehf. sem hefur starfað í 30 ár við hönnun og framleiðslu sjálfvirkra véla fyrir álver og Arctus Metals ehf. sem vinnur að þróun umhverfisvænnar álframleiðslu í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Jón var landsliðsmaður í handbolta 1967-1978 og keppti m.a. á Ólympíuleikunum í Munchen 1972. Jón var formaður Handknattleikssambandsins 1984-1992 og er núverandi formaður Samtaka íslenskra ólympíufara. Jón ólst upp í Bústaðarhverfinu en hefur búið með eiginkonu sinni Sonju Gumundsdóttur í Seljahverfinu síðan 1982 eftir áratuga búsetu í Sviþjóð. Jón og Sonja eiga þrjú börn: Magnús sem er læknir, Ólaf Örn sem er flugstjóri og Svövu Björk sem er arkitekt. Fyrir átti Jón dótturina Guðlaugu sem er arkitekt. Barnabörnin eru tíu. Helstu áhugmál Jóns í komandi kosningum eru íþrótta- og skólamál, samgöngumál, þjóðarsjúkrahús á besta stað, atvinnumál auk málefna eldri borgara eins og húsnæði, heilsugæsla og sanngjarnar lífeyrisgreiðslur.

Jón Hjaltalín Magnússon